Framleiðsla og sala á búvörum

82. fundur
Fimmtudaginn 03. febrúar 1994, kl. 17:35:11 (3807)


[17:35]
     Eggert Haukdal (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra ætti að vita það best að frumvörp eru ekki daglega á Alþingi útbúin með þessum hætti að telja tollskrárnúmer upp. Það er besti dómurinn um hvernig að þessu máli er staðið að eftir allt þetta tog og allan þennan tíma er þessi moðsuða lögð hér fram.

    Hæstv. ráðherra hefði átt að heyra áðan í formanni landbn. Það hafa fleiri gagnrýnt hann en ég. Mér heyrðist koma fram í máli hv. formanns landbn., 3. þm. Austurl., að hann væri ekkert yfir sig hrifinn af þessu máli svo sem betur fer erum við fleiri í Sjálfstfl. sem höfum þanka fyrir að reyna að draga hæstv. ráðherra af þessari krataleið.