Réttindi Íslendinga í Bandaríkjunum

84. fundur
Mánudaginn 07. febrúar 1994, kl. 16:53:02 (3847)


[16:53]
     Fyrirspyrjandi (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) :
    Virðulegur forseti. Málið er greinilega stórt þar sem hæstv. utanrrh. upplýsir að það sé búið að vinna að málinu í mörg ár og sjái þó ekki fyrir endann á því. Ég hef reyndar grun um að það hafi verið einhver hlé á þeirri vinnu og að það hafi verið hnippt í utanrrn. núna af starfsmönnum Útflutningsráðs staðsettum í Bandaríkjunum sem hafa bent á það að það er rangt haft eftir mér í minni fsp. að ég hafi sagt að Íslendingar í viðskiptaerindum fengju ekki áritanir --- en það er nokkuð flókið mál og hefur orðið til þess að það eru dæmi þess að Íslendingar hafi verið þarna í slíkum erindagjörðum á miður löglegan hátt.
    Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. En ég vil ítreka þá spurningu við ráðherrann hvort ekki sé meiningin að fylgja þessu máli eftir og ganga í það að við Íslendingar fáum hliðstæð réttindi og aðrar Norðurlandaþjóðir hvað þetta snertir?