Íslenskt heiti á "European Union"

84. fundur
Mánudaginn 07. febrúar 1994, kl. 17:04:10 (3851)


[17:04]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Ég hef í sjálfu sér ekki mikla skoðun á því hvaða nafn væri best að yrði sett á íslenska tungu á hið nýja Evrópubandalag eða í staðinn fyrir það orð sem okkur er tamt, Evrópubandalagið. Ég vil þó lýsa því hér yfir sem minni skoðun að mér fyndist vel við hæfi að það væri 4. þm. Austurl. sem væri guðfaðir þeirrar nafngiftar.