Álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES

85. fundur
Þriðjudaginn 08. febrúar 1994, kl. 16:34:29 (3900)


[16:34]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins taka undir það að það er mjög óeðlilegt að ræða þetta mál án þess að dómsmrh. sé viðstaddur og raunar hefur hér verið spurt um fleiri ráðherra. Ég vil einnig vekja athygli á því að hér er a.m.k. ekki í salnum neinn ráðherra ríkisstjórnarinnar og þó svo að frestað væri þessu máli, sem ég tel mjög eðlilegt þar sem ósk hefur borist um að ráðherrar væru hér við, þá er næsta mál á dagskrá hafnamálafrv. og mér sýnist ekki heldur að hæstv. samgrh. sé hér í salnum þannig að ég sé þá ekki að frekar sé hægt að ræða það. Hann var þó við þegar hafnamálafrv. var rætt síðast en þá var þeirri umræðu ekki lokið þannig að ég mundi fara þess á leit við forseta að það yrði tekið tillit til þessara beiðna þingmanna.