Álit EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um EES

85. fundur
Þriðjudaginn 08. febrúar 1994, kl. 20:08:45 (3931)


[20:08]
     Frsm. 1. minni hluta allshn. (Sólveig Pétursdóttir) :
    Virðulegi forseti. Vegna orða hv. þm. Guðrúnar Helgadóttur vil ég láta það koma fram hér að þær athugasemdir sem komið hafa fram í umræðunni í dag eru ekki nýjar af nálinni. Þær hafa komið fram í

allshn. Þetta frv. er búið að vera til meðferðar í allshn. á tveim þingum. Á þeim tíma sem við höfum unnið með málið er búið að leita eftir margháttuðum upplýsingum, bæði í umsögnum, eftir sérstökum upplýsingum frá sérfræðingum, hjá fjölda gesta sem hefur komið til nefndarinnar o.s.frv. Ég hef líka áður látið það koma fram í þessu máli að reglurnar um kostnaðinn eru enn þá drög, þ.e. þær eru ekki fullfrágengnar. Ég hef hins vegar lýst því yfir að ég hafi áhuga á að beita mér fyrir því að þau mál verði skoðuð sérstaklega. Hæstv. dómsmrh. hefur einnig lýst yfir áhuga sínum í þá veru.
    Ég tók eftir því hér áðan að hv. þm. Jón Helgason óskaði eftir því að við mundum hugsa það að taka þetta mál upp aftur í allshn. á milli 2. og 3. umr. væntanlega til að ræða þessar kostnaðarreglur eitthvað betur og ég lýsi því yfir af minni hálfu að ég er tilbúin til að skoða þann möguleika.