Hvalveiðar

87. fundur
Fimmtudaginn 10. febrúar 1994, kl. 11:09:06 (3953)


[11:09]
     Valgerður Sverrisdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta allt saman hið undarlegasta mál, eins og meðferð þess er hér á hv. Alþingi og af hálfu hæstv. sjútvrh. og þeirra þingmanna Sjálfstfl. Hér hefur hv. 3. þm. Reykv. eiginlega vakið frekari umræðu um þetta mál, sem ég hélt að væri fyrst og fremst verið að vinna í þessari nefnd sem flokksbróðir hans, hæstv. sjútvrh., hefur skipað og það hlýtur að vera fyrsta skrefið í því máli að þaðan komi eitthvert álit. Síðan má eflaust skoða hvort fleiri þingnefndir eigi að fjalla um málið. En ég vil bara taka undir það sem reyndar hefur komið fram hér áður í umræðunni að meðferðin af hálfu Sjálfstfl. er á þann hátt að maður veltir því mjög fyrir sér hvað er um að vera. Er svona mikil ósamstaða innan flokksins í þessu máli eða hvað? Ég vil taka það fram af hálfu okkar framsóknarmanna, ef það er ekki öllum ljóst, að þá erum við hlynnt hvalveiðum en viljum náttúrlega að málið sé skoðað núna í nýju ljósi og treystum okkar fulltrúa í þeirri nefnd sem hæstv. sjútvrh. hefur skipað ákaflega vel til þess að vinna að málinu þar, en hún er því miður veðurteppt uppi á Akranesi og er hv. 2. þm. Vesturl.