Hvalveiðar

87. fundur
Fimmtudaginn 10. febrúar 1994, kl. 11:43:24 (3962)


[11:43]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 16. þm. Reykv. orðaði það hér áðan þannig að hér væri þvargað meira um form en efni. Það er nú svo að ég hygg að það sé nokkuð mikil efnisleg samstaða um þetta mál, það beri að hefja hvalveiðar sem fyrst. Hins vegar er þetta mál viðkvæmt í alþjóðlegu samhengi eins og fram hefur komið og þær alvarlegu staðreyndir blasa við í málinu að það er áherslumunur innan ríkisstjórnarinnar um hvert á að stefna eins og hér hefur fram komið. Menn tala ekki einum rómi um það, sérfræðingar hæstv. forsrh., sérfræðingar sjútvrn. og hæstv. sjútvrh. og hv. formaður utanrmn., á hvaða grunni á að byggja þetta mál. Það er hin alvarlega staða sem uppi er og það er sú samræmingarvinna sem þarf að fara fram því að það er náttúrlega alveg rétt sem hv. 3. þm. Austurl. sagði hér að það er alveg óhæfa að vagninn sé dreginn í sitthvora áttina á alþjóðlegum vettvangi í þessum efnum.