Málefni aldraðra

87. fundur
Fimmtudaginn 10. febrúar 1994, kl. 15:28:40 (3992)


[15:28]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. Páll Pétursson taldi hér upp mjög marga ágalla á núverandi kerfi sem gildir um byggingar aldraða og kenndi vitaskuld Sjálfstfl. um alla þessa ágalla. Ég vil aðeins spyrja: Ef kerfið er svona meingallað eins og hann heldur fram telur hann þá ekki að þetta frv., sem hér liggur fyrir, nái of skammt til þess að setja undir alla þá leka sem hann taldi upp í sinni ræðu?