Úthlutun aflaheimilda

89. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 16:05:03 (4032)


[16:05]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Það er eðlilegt að hér sé rætt og spurt út í úthlutun aflaheimilda en eins og málið snýr við mér þá er vandamálið sem við stöndum frammi fyrir ekki skortur á aflaheimildum heldur skortur á þorski. Ég get ekki séð að við búum til meiri fisk í sjónum með því að auka aflaheimildir. Ég held

að við verðum í þessari umræðu að taka mið af því að samkvæmt niðurstöðum fiskifræðinga og vísindamanna, og ég vil taka mið af þeirra niðurstöðum, er hrygningarstofninn kominn niður í það lágmark núna að menn eru farnir að óttast að það hafi varanlegar afleiðingar varðandi getu hans til að koma upp góðum árgöngum í hrygningu. Ég held því að hér verði menn að ganga um dyr með hinni mestu aðgát.