Bætur til bænda vegna harðinda

89. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 16:19:10 (4040)


[16:19]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Það vakti athygli mína að þessari fsp. skyldi vera beint til fjmrh. Ég átta mig ekki alveg á hvernig á því stendur. Sýnist að vísu það ekki vera þinglega rétt en það má vera að mér skjátlist um þau efni. En það er greinilegt að hv. þm. hefur viljað taka málið upp með þessum hætti. Hins vegar

er það rétt hjá hv. þm. að eðlilegra hefði verið að beina fsp. til landbrh. og mér skilst að hann muni gera það síðar.
    Ég vil taka fram að þetta mál hefur verið í athugun í landbrn. nú um hálfs árs skeið. Það hefur ekki þótt tímabært enn sem komið er að setja fram tillögu um það hvernig skuli brugðist við harðindum. Nauðsynlegt er að meta þau og hafa um það víðtækt samkomulag og sú vinna fer senn að hefjast.