Innheimta þungaskatts

89. fundur
Mánudaginn 14. febrúar 1994, kl. 16:29:24 (4044)


[16:29]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Út af ræðu hv. þm. þá vil ég taka það fram að vegamálastjóri hefur á því trú að með skipulögðum vinnubrögðum og hertu eftirliti sé hægt að ná miklum árangri í sambandi við að leita uppi þá sem reyna að komast undan því að greiða þungaskatt. Það hefur mikinn kostnað í för með sér að taka upp litaða olíu og margs konar flækjur þannig að ég held að það sé skynsamlegt að láta á það reyna hvers megnugar þessar nýju aðgerðir eru.
    Hitt er auðvitað alveg rétt ef menn vilja koma sér undan að greiða opinber gjöld þá eru alltaf ýmsar leiðir til þess.