Stjórn fiskveiða

90. fundur
Þriðjudaginn 15. febrúar 1994, kl. 19:39:20 (4148)


[19:39]
     Gísli S. Einarsson (andsvar) :
    Herra forseti. Hvort ég get útskýrt í örfáum orðum það flókna kerfi sem stjórnun fiskveiða með gjaldi ber reyndar með sér, veit ég ekki. En það er öruggt mál að það þarf að vera sama gjald fyrir kvótatonnið eða fyrir tonnið eða kílóið á sama tíma á öllu landinu. En því þarf að beita á þann veg að eftir því sem meira hefur aflast, þá verður að hækka gjaldið. Það getur þurft að skipta gjaldtímabilinu í 5 eða 6 tímabil og þá þarf að hafa eftirlit með þeim afla sem á landi kemur. Þetta kerfi er flókið, en það er samt það sem ég vitnaði til áðan að menn telja að ef aflagjaldi hefði verið beitt, þá hefðum við haft betri stjórn á okkar fiskveiðum og þróun okkar fiskveiðistofna heldur en verið hefur.