Stjórn fiskveiða

90. fundur
Þriðjudaginn 15. febrúar 1994, kl. 21:59:12 (4170)


[21:59]
     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég verð að segja það að ég er litlu nær eftir þetta. Hins vegar er það rétt að það er alveg sjálfgefið að auðvitað taka frumvörp breytingum í meðferð þingsins, það er svo sjálfsagt mál. Málin ganga nú þannig fyrir sig að stjórnarfrumvörp eru ætíð kynnt í þingflokkunum. Þar fer umræðan fram og þar hafa menn möguleika til þess að ræða þau og gera á þeim þær breytingar sem menn telja sig þurfa að fá. Þess vegna bar ég fram þessa fyrirspurn. Hafnaði virkilega þingflokkur Sjálfstfl. þeim hugmyndum sem hv. þm. Vestf. voru með og höfðu áhyggjur út af að yrðu teknar inn í frv. og þingmaðurinn var að tala um? Hafnaði þingflokkur Sjálfstfl. því?