Stjórn fiskveiða

90. fundur
Þriðjudaginn 15. febrúar 1994, kl. 22:22:31 (4175)


[22:22]
     Stefán Guðmundsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég tek undir það með hv. þm. Ólafi Þ. Þórðarsyni að þetta eru stórar yfirlýsingar sem hér eru gefnar. En hv. þm. vék ekki að því sem ég spurði um og þess vegna bara undirstrika ég það og hann staðfestir að það eru þeir sem eru að gera hér breytingar á. Þeir eru að undirstrika og lögfesta það rækilega að þau viðskipti sem farið hafa fram og er kallað tonn á móti tonni eigi að halda áfram. Og núna alveg pottþétt í lögum.