Störf útvarpslaganefndar

91. fundur
Miðvikudaginn 16. febrúar 1994, kl. 13:59:45 (4236)


[13:59]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Ég skal ræða við formann útvarpslaganefndar strax á eftir og spyrja hvort honum sé þetta útbært núna. ( TIO: Honum er það ekki.) Honum er það ekki. Þá kemur það fram. Það er gallinn við þessar umræður að það má enginn tala nema ráðherrann, ekki einu sinn formaður útvarpslaganefndar sem er hér staddur, en hann má grípa fram í. Ég heyri það.
    ( Forseti (SalÞ): Hann má ekki grípa fram í. Það hefur hæstv. ráðherra væntanlega heyrt.)