Stefnumótandi byggðaáætlun 1994--1997

92. fundur
Fimmtudaginn 17. febrúar 1994, kl. 16:44:24 (4323)


[16:44]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég veit ekki mjög nákvæmlega hvað samkomulagið er yfirgripsmikið sem hefur verið á milli manna í stjórn Byggðastofnunar. Það er kannski svona álíka samkomulag eins og í landbn. þessa dagana, ég veit ekkert um það. Hins vegar get ég komið því alveg til skila að við höfum fullan rétt á því að láta okkar sjónarmið koma hér fram og ég kannast ekki við það að hv. þm. Ragnar Arnalds hafi lýst yfir einhverri sérstakri skoðun eða ánægju með þessar upphæðir sem koma fram í þessu plaggi. Ég hlustaði grannt á mál hans og ég gat ekki betur heyrt en hann orðaði það svo að það mætti svona gefa mönnum svolítið jákvætt fyrir að að ætla þó að láta þessar fjárveitingar síga pínulítið upp. Ég man ekki orðalagið. Það var einhver meining í þessa áttina sem hann var að koma hér á framfæri en ekki því . . .  ( PJ: Stíga.) stíga já, pínulítið upp, en ekki því að hann væri ánægður með þessa niðurstöðu og því trúi ég reyndar ekki vegna þess að ég hef hlustað á þann hv. þm. halda ræður um þessi mál þar sem hann hefur látið það koma fram að hann hafi miklar áhyggjur af þeirri þróun sem hefur orðið núna síðustu árin sem lýsir sér í því að það eru verulega miklu, miklu minni peningar til þess að ráðstafa í þessu skyni sem hér er verið að ræða um í dag.