Stefnumótandi byggðaáætlun 1994--1997

92. fundur
Fimmtudaginn 17. febrúar 1994, kl. 17:14:18 (4332)


[17:14]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mín athugasemd er í svipuðum anda og hv. þm. sem var að veita andsvar hér áðan. Hann rakti í tölum sem núna sýna fram á að munu verða til hækkunar --- þó að þær 50 millj. komi nú til viðbótar á fjárlögum til að greiða niður orku þá dugar það ekki. Það verður um hækkun að ræða með þessari 3% hækkun Landsvirkjunar sem fyrirhuguð er.
    En það er kannski rétt að upplýsa líka hv. þm. Gunnlaug Stefánsson um það að úr hans flokki er iðnrh. og hefur lengi verið. Og síðast þegar hæstv. iðnrh. var spurður að því hér úr þessum stól hvort hann hygðist ekki setja lög um jöfnun orkuverðs í landinu --- vegna þess að sú nefnd sem skipuð var fyrir nokkrum árum og gerði tillögur um hvernig ætti að fara að því að jafna orkuverðið lagði það til að setja lög til þess að jafna orkuverðið. En þegar hæstv. viðsk.- og iðnrh. var spurður að því hvort hann hygðist leggja fram frv. í þá veru þá svaraði hann því til að það þyrfti ekki því hann hefði öll tæki til þess að jafna orkuverðið innan núgildandi laga. Því vil ég spyrja hv. þm.: Getur hann þá ekki beitt sér fyrir því að iðnrh., úr hans flokki, noti þær heimildir sem hann hefur innan núgildandi laga til að jafna orkuverðið?