Rekstur lóranstöðvarinnar að Gufuskálum

99. fundur
Mánudaginn 28. febrúar 1994, kl. 16:09:54 (4512)


[16:09]
     Jóhann Ársælsson :
    Hæstv. forseti. Það er flest komið fram sem ég tel að þyrfti að koma fram í þessari umræðu. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að hafa borið hana fram en það er eitt sem mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra um. Var sú hugmynd sem starfsmenn lóranstöðvarinnar á Gufuskálum hafa sett fram um að leiðréttingarmerki fyrir GPS-kerfið yrðu send út frá stöðinni nægilega vel skoðuð áður en þessar ákvarðanir voru teknar? Þeir fullyrða að þannig hefði verið hægt að komast hjá þeim kostnaði sem verið er að leggja

út í við að setja upp leiðréttingarmöstur allt í kringum landið til að leiðrétta þennan búnað. Var þessi hugmynd nægilega vel skoðuð í samhengi við þessar lausnir áður en þessi ákvörðunvar tekin?
    Ég verð að segja að það er í sjálfu sér hlálegt að við sitjum uppi með að lórankerfið verður notað allt í kringum okkur og meira að segja í kringum Ísland nema bara fyrir Vesturlandi. Það þarf kannski að skoða þessi mál dálítið betur áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar.