Olíuhöfn varnarliðsins í Hvalfirði

99. fundur
Mánudaginn 28. febrúar 1994, kl. 16:37:39 (4526)


[16:37]
     Fyrirspyrjandi (Sturla Böðvarsson) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. fyrir þetta svar sem ég er þó nokkuð undrandi yfir. Hins vegar var mér það ljóst að ekki þyrfti að spyrjast fyrir um hvaða möguleikar væru á afnotum á aðstöðu sem olíufélögin eiga og hafa í Hvalfirði. Það fyrst og fremst sá búnaður og sú aðstaða sem tilheyrir varnarliðinu sem ýmsir hafa bent á að væri eðlilegt að kanna með nýtingu á þannig að hægt væri að koma þar upp þeirri aðstöðu sem e.t.v. þyrfti að koma upp annars staðar við Faxaflóann til þess að nýta sem best þá möguleika sem þarna eru fyrir hendi. En, virðulegi forseti, ég hef heyrt svar hæstv. utanrrh. og þakka honum fyrir það.