Vernd Breiðafjarðar

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 17:57:51 (4599)


[17:57]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka ráðherranum fyrir það að hann er tilbúinn til að endurskoða þetta orðalag. Það þarf auðvitað að vera þannig að það komi skýrt fram að aðilar á svæðinu eða aðrir geti snúið sér til nefndarinnar ef hún á að geta haft eitthvert frumkvæði. Það stendur skýrt og greinilega í textanum eins og hann er að ráðherra nýtur aðstoðar Breiðafjarðarnefndar. Það getur því ekki verið samkvæmt orðanna hljóðan að menn eigi að snúa sér til nefndarinnar og það er hvergi talað um það í þessum texta að svo sé gert. Ég vil því meina að það sé eitthvað sem menn hljóti þá að skoða.
    Síðan um 4. gr. Ég tel að það þurfi þá að víkja þar við orðum líka, einfaldlega vegna þess að þar er talað um að hvers konar mannvirkjagerð sé óheimil, svo og jarðrask nema til komi leyfi ráðherra að fenginni umsögn Breiðafjarðarnefndar. Það er sama þó það standi annars staðar í textanum að það eigi að vera hægt að fara eftir skipulagi. Það er ekki allt skipulagt. (Forseti hringir.) Nú er tíma mínum því miður lokið svo ég ætla að stoppa.