Vernd Breiðafjarðar

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 18:03:38 (4603)


[18:03]

     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er mjög ánægður með þessa yfirlýsingu hæstv. umhvrh. og tel að í þessum umræðum hafi það komið fram að hann hefur fallist á þau sjónarmið sem ég hef sett fram í mínum athugasemdum við frv. og vænti þess að umhvn. taki þetta til meðferðar þannig að við hæstv. umhvrh. getum sameinast um það við síðari umræðu þessa máls að afgreiða merka löggjöf sem leggur áherslu á verndun Breiðafjarðar undir yfirráðum fyrst og fremst heimamanna.