Stöðvun verkfalls fiskimanna

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 19:31:48 (4628)


[19:31]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er svolítið einkennilegt að hlusta á hæstv. sjútvrh. sem segir að hann hafi sent þetta bréf en það hafi ekki verið til að draga tillögurnar til baka. Það er samt annað en upplýst var í umræðunum fyrr --- ekki fyrr í dag heldur áður þegar þær

stóðu yfir. Það er ágætt ef svo fer að það koma fram aðrar tillögur til þess að leysa þetta mál, en það breytir ekki því að ég tel að 1. gr. í frv. sé orðin algerlega marklaus þannig að hún tekur ekkert á því að leysa það mál sem henni var ætlað að gera. Bráðabirgðalögin í heild eru einungis til þess sett að stöðva verkfallið sem jafnvel, eins og hæstv. ráðherra sagði áðan, hefði ekki þurft þó hann segði það ekki með beinum orðum, en aðilar hefðu verið komnir nokku langt með að ná einhverri lausn. Það er slæmt til þess að vita að þessi bráðabirgðalög skuli hafa verið sett ef hæstv. sjútvrh. telur að það hafi jafnvel ekki þurft. Þá held ég að best væri að hann stæði að því að draga þau til baka.