Stöðvun verkfalls fiskimanna

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 21:25:03 (4642)


[21:25]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mér kæmi það afskaplega á óvart ef hv. þm. mundi greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum vegna þess að þá væri hann að greiða atkvæði með því að verkfall hæfist hjá sjómannaflotanum. Það væri afskaplega sérkennilegur gangur í þinginu. En lengi skal nú manninn reyna. En hv. þm. hefur eins og reyndar aðrir þingmenn sagt að ef það hefði verið búið að breyta þingsköpum áður þá mundi þing hafa verið kallað saman og bráðabirgðalög ekki sett. Dettur hv. þm. í hug að Ólafur Jóhannesson, sem sat í forsæti fyrir ríkisstjórn þá, hefði kallað saman þing til að setja bráðabirgðalög eins og hann gerði 1971 um að fella niður námsbókagjald? Ég efast um að hann hefði kallað saman þing af því tilefni.