Stöðvun verkfalls fiskimanna

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 21:31:44 (4646)


[21:31]
     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Eitt er að segjast bera ábyrgð á lögum, en það er allt annað að þora að bera ábyrgð á þeim þegar til kastanna kemur og það er akkúrat það sem hér er að gerast. Hv. þm. Páll Pétursson segist þora að taka ákvörðun á útgáfu laganna á sínum tíma en hann þorir ekki að taka ábyrgð á afleiðingum laganna og þeirri starfsemi sem af lögunum leiðir vegna þess að í skjóli þessara sömu laga sem hv. þm. vill taka ábyrgð á þróast viðskiptin með aflaheimildir sem hafa áhrif á kjör sjómanna. Þar með ber hv. þm. Páll Pétursson ábyrgð ekki einvörðungu á lögunum heldur á afleiðingum þeirra líka. Og það er á grundvelli þess sem við urðum að bregðast við með útgáfu laga til þess að stöðva verkfall sem hafði ófyrirsjáanlegar afleiðingar.