Stöðvun verkfalls fiskimanna

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 21:32:59 (4647)


[21:32]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég er stoltur af því að hafa átt þátt í því að greiða fyrir því að þessi lög voru sett í upphafi. Ég sé ekkert eftir því að hafa greitt þeim atkvæði mitt þegar þau hafa verið endurskoðuð síðan og það er náttúrlega dæmalaus þvæla, með leyfi, herra forseti, hjá hv. 5. þm. Austurl. að halda það að vandræði sem hafa hlotist hjá örfáum útgerðum vegna ofbeldis, ég vil segja ofbeldis útgerðarmanna og hrottaskapar við sína sjómenn sé þessu kerfi að kenna. Þetta er bara eins og hver önnur fjarstæða.