Stöðvun verkfalls fiskimanna

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 21:50:08 (4654)


[21:50]
     Þuríður Bernódusdóttir (andsvar) :

    Virðulegi forseti. Ég vil benda hæstv. sjútvrh. á það að í máli mínu talaði ég um að til þess að kvótakerfið gengi í dag eins og það væri þá þarf að vera hægt að framselja kvóta, en ég bendi enn fremur á að mér þykir það súrt ef útvegsmenn geta selt sinn kvóta og komið síðan og keypt kvóta og látið sjómenn taka þátt í kaupum á aflaheimildum. Það er þetta sem ég á við.