Stöðvun verkfalls fiskimanna

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 23:00:05 (4670)


[23:00]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Vegna fsp. hv. 6. þm. Norðurl. e. vil ég taka það fram að ég hefði aldrei gefið þessi bráðabirgðalög út sem hér eru til umræðu nema ég væri sannfærður um að þau væru í fullu samræmi við stjórnskipunarlög landsins, við góðar stjórnskipunarhefðir og eðlilega og góða stjórnarhætti.