Stöðvun verkfalls fiskimanna

100. fundur
Þriðjudaginn 01. mars 1994, kl. 23:21:00 (4675)


[23:21]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Það er rétt að ítreka það enn einu sinni í þessari umræðu að tillögur þeirrar nefndar sem sett var á fót á grundvelli laganna liggja fyrir og komu fram á tilsettum tíma. Þær hafa verið sendar til umsagnar og afstaða til þeirra verður endanlega tekin þegar allir umsagnaraðilar hafa látið álit sitt í ljós. Ég held að það sé fullkomlega eðlilegt að sjútvn. fái tækifæri til þess að láta álit sitt í ljós á þessum tillögum sem liggja fyrir frá nefndinni.