Varamaður tekur þingsæti

101. fundur
Miðvikudaginn 02. mars 1994, kl. 13:32:45 (4691)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 1. mars 1994:
    ,,Þar sem Lára Margrét Ragnarsdóttir, 13. þm. Reykv., er erlendis í opinberum erindum og getur ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Þuríður Pálsdóttir yfirkennari, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar.
    Þetta tilkynnist yður hér með, virðulegi forseti.
Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstfl.``


    Þuríður Pálsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.