Staðsetning björgunarþyrlu

102. fundur
Fimmtudaginn 03. mars 1994, kl. 12:48:52 (4758)


[12:48]
     Flm. (Jón Kristjánsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hef að sjálfsögðu ekki á móti því að þessari umræðu sé frestað til þess að hægt sé að draga þá ráðherra sem málið varðar til þings og eins ef einhverjir fleiri þingmenn, sem vafalaust er, hafa áhuga á að ræða þyrlumálin í tengslum við þessa tillögu, þá hef ég að sjálfsögðu ekki á móti því þó ég fari þá þess á leit að málið verði fljótlega tekið aftur á dagskrá til þess að tillagan komist til nefndar. En mér er að sjálfsögðu ekkert sáluhjálparatriði að tillagan fari til nefndar fyrir helgi og er ekkert á móti því að beðið sé um slíkan frest.