Staðsetning björgunarþyrlu

102. fundur
Fimmtudaginn 03. mars 1994, kl. 12:49:50 (4759)



[12:49]
     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Í ljósi þessarar yfirlýsingar hv. 2. þm. Austurl., Jóns Kristjánssonar, vil ég setja fram þá formlegu ósk að umræðunni verði frestað. Ég tel það einsýnt að forseti hljóti að taka tillit til þeirra óska flm. að málið komi fljótlega til umræðu aftur í næstu viku, m.a. í ljósi þess að flm. sýndi þá tillitssemi að vera reiðubúinn að taka málið til umfjöllunar með skyndingu þegar hæstv. sjútvrh. varð að láta fresta umræðunni um bráðabirgðalögin vegna fjarveru sinnar. Og í trausti þess að hæstv. forseti taki tillit til þeirrar óskar að hafa þetta mál á dagskrá í næstu viku þegar þessir ráðherrar sem hér hafa verið nefndir og fleiri þingmenn geta verið viðstaddir, óska ég eftir því að umræðunni sé frestað.