Náttúruvernd

102. fundur
Fimmtudaginn 03. mars 1994, kl. 15:41:04 (4776)


[15:41]
     Auður Sveinsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta er bara byrjunin á stóru verki. En ég sný ekki aftur með það að ég sakna þess að þar sem verið er að tala um stjórnun þessara mála skuli ekki vera nánast minnst orði á samskipti við aðrar stofnanir ráðuneytis, t.d. Skipulag ríkisins eða stofnanir sem tilheyra landbrn., Landgræðslu og Skógrækt. Mér finnst sá þáttur ekki nægjanlega skýr í þessu. Mér finnst líka samskipti við áhugamannasamtök ekki nægilega skýr, hvert þeirra valdsvið er eða hvernig er hægt að nýta þátt þeirra og ég hefði séð það skýrt miklu nánar þannig að ég vona að í umfjöllun umhvn. verði það skoðað alveg sérstaklega og reynt að flétta þetta inn í þessi lög, samskiptin við aðrar stofnanir og önnur lög sem tengjast þessum málaflokki, ekki bara eins og ég endurtek, Náttúrufræðistofnun Íslands.