Náttúruvernd

102. fundur
Fimmtudaginn 03. mars 1994, kl. 15:48:25 (4779)


[15:48]
     Karen Erla Erlingsdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég get verið alveg sammála hv. þm. í þessu atriði að það komi mjög flatt upp á fólk að þessari manneskju skuli hafa verið sagt upp. En þingmanninum er kannski fullkunnugt um það að hluti af verkefni Ferðamálaráðs verður fluttur til Akureyrar, skrifstofan verður opnuð 8. apríl með pomp og prakt og þar hefur þegar verið ráðinn aðili til þess að sjá um umhverfismál og honum verða greidd laun af Landgræðslu ríkisins.