Náttúruvernd

102. fundur
Fimmtudaginn 03. mars 1994, kl. 17:47:26 (4799)


[17:47]
     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hæstv. umhvrh. hefur gert tillögu varðandi þjóðgarð undir Jökli, fengið hana samþykkta á vettvangi ríkisstjórnar og það eru komnir fulltrúar þriggja ráðherra í nefnd og tveir aðrir úr héraði. Þetta er allt saman gott og blessað, en þetta er að vísu dálítið fram hjá því stjórnkerfi sem gildandi lög um náttúruvernd gera ráð fyrir. En við skulum vona að þó að gengið sé fram hjá þeim aðila sem hefur verið ætlað þetta hlutverk samkvæmt gildandi lögum, þá sjáum við þess merki fyrir 17. júní að þessi þjóðgarður undir Jökli sé kominn á sem þjóðgarður í minningu 50 ára afmælis lýðveldis á Íslandi. Látum gott á vita og ég vænti þess að hæstv. ráðherra standi við það. Það mun aðeins taka í pyngjuna, en það hlýtur að vera hægt að gera það í minningu 50 ára afmælis lýðveldisins.
    Síðan skulum við vænta þess að þetta frv., sem er athyglisvert í ýmsum greinum þó að ég hafi lýst athugasemdum við marga þætti þess og fundið að undirbúningi málsins sem mér finnt ekki vera nógu vandaður, fái þá þinglegu skoðun sem vert er. Ég á sæti í þeirri nefnd sem um málið fjallar þannig að ég á eftir að koma að því á þeim vettvangi.