Fjáraukalög 1993

104. fundur
Miðvikudaginn 09. mars 1994, kl. 15:18:59 (4891)


[15:18]
     Guðmundur Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er aðeins örstutt. Ég tek það fram að ég er út af fyrir sig sammála hæstv. fjmrh. að það verður að skoða þessar yfirfærslur í sérstöku ljósi. En það sem ég tel að sé hægt að gera nú og ég bendi á er að þær auka hallann vegna þess að þær eru svo mikið vaxandi einmitt á þessum tíma, fyrstu árunum eftir að við tökum upp þessi breyttu vinnubrögð sem ég hef lýst stuðningi mínum við. Þegar komið verður nokkurt jafnvægi á það og það eru einhverjir kannski 2 milljarðar eins og nú meira eða minna sem kemur til með að verða viðvarandi yfirfærsla þá er auðvitað að sjálfsögðu rétt hjá hæstv. fjmrh. að þá ber ekki að leggja það við eða draga það frá þeirri endanlegu reikningstölu sem við stöndum frammi fyrir um áramót.