Sjóður til að styrkja efnilega íþróttamenn

105. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 10:52:20 (4907)


[10:52]
     Eyjólfur Konráð Jónsson :
    Hæstv. forseti. Það eru aðeins örfá orð sem ég vil flytja og þakka flm. fyrir hans ræðu og baráttu í þágu íþróttanna. Ég held að það sé alveg ljóst að Íslendingar hafa unnið afrek á sviði íþrótta og eru að vinna slík afrek. Við getum ekki betur gert fyrir þetta unga vaska fólk en það að veita því a.m.k. nauðsynlegasta fjárstuðning og aðstöðu til þess að beita kröftum sínum í þágu líkamsræktar og drengilegrar baráttu á íþróttasviðinu.
    Ég þakka fyrir það að þetta mál er flutt og ég trúi því ekki að Íslendingar allir sem hér eiga sæti fáist ekki til að greiða götu þessa máls og gera það svo kröftuglega að lögin verði samþykkt áður en þingi lýkur og raunar á ekki að þurfa marga daga til þess að afgreiða það úr þinginu.