Endurskoðun laga um síldarútvegsnefnd

105. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 11:27:41 (4917)


[11:27]
     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Þetta er á miklum misskilningi byggt hjá hv. þm. Hingað til hefur engum verið neitað um útflutning á síld sem um það hefur beðið. En aftur á móti er ýmislegt í lögum um síldarútvegsnefnd sem kemur í veg fyrir undirboð. En að öðru leyti er hverjum og einum frjálst að flytja út síldarafurðir og engum hefur verið neitað um það hingað til. Þannig að ég held að menn eigi að skoða þetta aðeins betur áður en þeir halda langar ræður um þetta mál hér.