Efling náttúrufræðikennslu í grunnskólum

105. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 13:13:59 (4947)


[13:14]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þetta mál og sú viðkvæmni sem umhvrh. sýndi því varðar ekki með nokkru móti persónu umhvrh. Það varðar hins vegar þá stofnun sem honum er trúað fyrir og hann á að varðveita og bera fram hag hennar. Þetta er stefnumótandi og þess vegna skiptir þetta máli. Hér er farið í það í þáltill. að leggja til ákveðna framkvæmd á sviði náttúrufræðslu og það kemur ekki til greina að umhvrh. eða hans flokkur muni undir nokkrum kringumstæðum styðja tillöguna meðan umhvrn. kemur ekki að henni. Ef það er til umræðu að breyta því þá er það sjálfsagt mál.
    Ég leggst auðvitað ekki gegn því að þessi tillaga fái þinglega meðferð. Það er alveg sjálfsagt mál. En þegar kemur til fullnaðarafgreiðslu ef til hennar kemur sem ég veit ekkert um, ef það verður í þessum búningi, þá er það alveg ljóst að Alþfl. mun ekki styðja þá tillögu.