Efling náttúrufræðikennslu í grunnskólum

105. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 13:15:05 (4948)


[13:15]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég endurtek það. Ég tel að við þurfum að halda okkur rólegum yfir þessu máli. Ég er sannfærður um það að hæstv. menntmrh. mundi örugglega með framgangi sínum í málinu í framhaldinu eftir að þessi tillaga hefði verið samþykkt snúa sér til þess ráðuneytis líka og skapa samstarf á milli ráðuneyta og annarra aðila sem eiga að koma að þessu máli. En ég tel að það sé einsýnt að menn hljóti að vera til viðræðu um það að skoða tillögugreinina með það í huga að þetta mál fái framgang.