Efling náttúrufræðikennslu í grunnskólum

105. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 13:31:46 (4952)


[13:31]
     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hæstv. umhvrh. hefur nú dregið býsna mikið í land í þessari síðari ræðu sinni. Hann hefur lýst því yfir að tillagan sé góð, hann styðji efni hennar en hins vegar ætlar hann að halda áfram að berjast á móti henni. Ástæðan er nú ekki merkileg. Hún er einfaldlega sú að hann telur að umhvrn. fari

með allt er lúti að fræðslu í umhverfismálum. Ég varð nokkuð hugsi yfir þessari yfirlýsingu og reyndi að skilja hvað hæstv. umhvrh. væri að meina. Og ég held að ég hafi fundið svar við því. Því auðvitað hvarflar það ekki að nokkrum manni og ekki að hæstv. umhvrh. að halda því fram að hann geti fengið eða að þingið muni breyta hlutum þannig að fræðslumál í grunnskóla, málefni grunnskólans heyri að einhverju leyti undir annan ráðherra en menntmrh. að það hljóti að búa þarna að baki sambúðarerfiðleikar á milli menntmrn. og umhvrn. Það er það sem hæstv. umhvrh. er undir rós að benda á að er fyrir hendi. Og hann treystir því ekki að menntmrn., sem mun auðvitað fara með forræði þessa máls samkvæmt eðli þess, hafi nauðsynlegt samráð og eðlilegt við umhvrn. Ég verð bara að segja við hæstv. umhvrh. að það hryggir mig að hann skuli fyrst núna vera að uppgötva þetta eftir þrjú ár í setu með Sjálfstfl. í ríkisstjórn.