Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 13:56:52 (4960)


[13:56]
     Kristinn H. Gunnarsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Mig langaði aðeins til að gera athugasemd við það sem fram kom hjá forseta að þingmenn hefðu bjargað sér í þeim efnum að fá sér að borða. Ég er hér með fundarboð í félmn. þar sem boðaður er fundur kl. 13 eða þegar fundarhlé átti að verða samkvæmt því sem áður hafði verið upplýst. Það fundarhlé hefur enn ekki orðið og ég var hér í þingsal og tók þátt í umræðum þar til forseti kom, sleit fundi og setti nýjan. Þetta tel ég ákaflega bagalegt því að ég vænti þess að hv. félmn. hafi ekki getað haldið fund. Ég á ekki von á því að fundur hafi verið haldinn þegar nefndarmenn geta ekki mætt, enda gerði ég athugasemd við það að haldinn yrði fundur meðan þingfundur stæði yfir. Ég tel að forseti ætti að gefa ráðrúm til þess að hægt sé að halda umræddan nefndarfund.