Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 16:22:55 (4986)


[16:22]
     Frsm. 2. minni hluta landbn. (Gísli S. Einarsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hv. 6. þm. Vestf. spyr hvort nefndarálitið eigi að nota við lagaskýringu. Því get ég ekki svarað en nefndarálitin eru mismunandi hvað varðar heimildir til innflutnings þegar GATT-samningurinn tekur væntanlega gildi. Þar liggur fyrst og fremst mismunurinn á nefndaráliti 1. og 2. minni hluta. Og ég hygg að það verði ekki neinn vandi fyrir lögmenn að fara yfir það. Eins og ég sagði áður í minni ræðu, þá óskaði ég ítrekað eftir að fá fund með þeim fjórum sem fylgja lagafrv. Það gekk trauðlega en hafðist þó. Og þegar byrjað var að skoða ágreiningsmálið, þá kom það fram að því var hafnað og ekki skyldi breytt einu orði. Það er skýringin á nefndaráliti 2. minni hluta.