Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 16:24:15 (4987)


[16:24]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Nú veit hv. þm. Gísli Einarsson að nefndarálit eru notuð sem lögskýringar þegar kemur til þess að dæma eftir einhverjum lögum. Hér eru tvö nefndarálit sem stangast algerlega á við það að skýra það frv. sem hér á að samþykkja. Eða kannski á ekki einu sinni að samþykkja það. Kannski er

ríkisstjórnin ekki sammála um að það eigi að samþykkja þetta frv. þar sem hún getur ekki verið sammála um nefndarálit. Það eru alveg fáheyrð vinnubrögð sem hér eru stunduð. Og mér sýnist það vera komið fram þó ekki sé búið að lesa upp nema þessi tvö nefndarálit.