Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 18:58:43 (5014)


[18:58]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er ótrúlegt að það séu samstarfsflokkar í ríkisstjórn sem halda uppi málflutningi og gefa lýsingar á því hvernig hvor um sig sé afglapi og svikari. En það verður rætt síðar.
    Ég vildi andmæla því sem hæstv. landbrh. sagði að það liggi ekkert á því fyrir bændur að vita við hvaða skilyrði þeir eiga að búa á næstu árum. Það er auðvitað alveg lífsnauðsynlegt að þeir viti það sem allra fyrst. Hæstv. ráðherra rakti einu sinni enn söguna um samninginn um cohesion-listann og reyndi einu sinni enn að sannfæra áheyrendur um það ( JGS: Aðallega sjálfan sig.) að þeir sem greiddu atkvæði á móti þessum samningi, eins og öðrum EES-málum og bæru ábyrgð á honum. Ég held að hæstv. ráðherra ætti að hætta slíkum málflutningi.