Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 19:01:38 (5016)


[19:01]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Herra forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. sérstaklega fyrir þá lýsingu sem hann gaf í ræðu sinni á aðdraganda cohesion-listans. Hann sagði að hæstv. utanrrh. hefði ekki látið aðra vita af því, alls ekki landbrn., fyrr en eftir stjórnarskiptin. Í fyrri ríkisstjórn hafði hæstv. utanrrh. engar heimildir til samninga. Honum var veitt heimild strax eftir núverandi stjórnarskipti í maí og eftir það dregur hann upp þennan samning. Það hefði þá verið marklaust plagg fyrir aðra sem stóðu að fyrri ríkisstjórn þegar þannig er á málum haldið. En í lokin hljóta það að vera þeir sem samþykkja samning sem bera ábyrgð á honum en ekki þeir sem greiða atkvæði á móti.