Afgreiðsla hafnalaga

107. fundur
Mánudaginn 14. mars 1994, kl. 15:23:39 (5038)




     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti leggur sig fram um að taka tillit til bæði stjórnar og stjórnarandstöðu þegar þarf að vega og meta atriði sem menn eru að biðja um hverju sinni eins og t.d. atkvæðagreiðslur. Þegar færð eru rök fyrir því að nauðsynlegt sé að fresta atkvæðagreiðslu, þá metur forseti það og tekur tillit til þess og verður við þeirri ósk ef ástæða er til.