Framleiðsla og sala á búvörum

109. fundur
Þriðjudaginn 15. mars 1994, kl. 17:32:39 (5090)


[17:32]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Þarna kom einmitt mergurinn málsins. Það voru fengnir til færir lögfræðingar, þeir færustu sem við eigum sjálfsagt á þessu sviði jafnvel þó að hæstv. utanrrh. láti sér sæma að kalla þá í lítilsvirðingarskyni verktaka, ekki bara einu sinni og ekki bara tvisvar heldur þráfaldlega, þeir settu fram skynsamlegar brtt. og það var að skapast meiri hluti í landbn. að undanteknum varaformanninum um þessar brtt. Það hefði verið gott og vel að afgreiða málið og þar með hefði málið verið leyst ef það hefði verið á þeim grundvelli. Hins vegar voru verk þeirra skemmd með þeim breytingartillögum sem nú eru fluttar af 1. minni

hluta.