Framleiðsla og sala á búvörum

109. fundur
Þriðjudaginn 15. mars 1994, kl. 21:00:13 (5110)


[21:00]
     Frsm. 2. minni hluta landbn. (Gísli S. Einarsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er tíundað í nefndaráliti 2. minni hluta mjög greinilega í hverju mismunur liggur á milli 1. og 2. minni hluta og það þarf ekki annað en lesa það. Ég gæti gefið mér tíma til þess ef hv. 1. þm. Vesturl. hefur tíma á móti til að setjast niður og lesa bæði nefndarálitin. Það er alveg sjálfsagt. En ég lýsi því hér yfir að ég vil ganga svo langt sem samningar og lög heimila varðandi túlkun þessa lagatexta sem við erum að fjalla um. Og hafi það eitthvað farið á milli mála varðandi lagatextann sem nefndarálit 1. minni hluta á við, þá er sá lagatexti hengdur sem fylgiskjal við nefndarálit 2. minni hluta.