Framleiðsla og sala á búvörum

109. fundur
Miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 00:17:22 (5137)


[00:17]

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég hef stundum tekið eftir því að þegar menn eru að svara spurningum hv. þm. Alþb., þegar menn koma með sín sjónarmið, þá koma þeir hér gjarnan upp og segja að það hafi verið sorglegt og dapurlegt að heyra hin og þessi svör. Ég veit ekki af hverju þeir eru alltaf svona daprir þessir menn þegar þeir heyra svör. Þetta er viðtekin venja. Það væri gaman að láta þetta orð út úr ræðum þessara hv. þingmanna sem alltaf verða svona daprir þegar þeim hefur verið svarað.
    Ég hef sagt að sá lagtexti sem hér liggur fyrir sé skýr og glöggur. Ég hef líka sagt að ákvæðið þar sem tilgreint var að vörur þessar skyldu janframt vera framleiddar hér á landi var ákvæði sem var inni í desember, var ákvæði sem ég greiddi atkvæði og hv. þm. greiddi atkvæði og við hljótum að hafa okkar skilning á þessu ákvæði. Ég tel að þessi skilningur hafi komið glöggt fram í þingsalnum og um þann skilning sé enginn vafi. Textinn er skýr.