Fjárskortur sjúkrastofnana 1994

110. fundur
Miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 13:56:50 (5190)


[13:56]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Hæstv. heilbrrh. og trmrh. er jafnframt hv. 6. þm. Reykn. og hann hefur örugglega fengið í hólfið hjá sér þetta bréf frá landlæknisembættinu eins og allir aðrir þingmenn þar sem beðið er um afstöðu þingmanna til þeirra niðurskurðaraðgerða sem hér eru taldar upp á þessu blaði og ég las upp áðan. Þetta er krossapróf sem lagt er fyrir þingmenn. Þetta eru einu tillögurnar um aðgerðir í heilbrigðismálum sem við höfum séð frá opinberum stofnunum undanfarna daga og ég spyr: Er þetta tillaga heilbrrh.? Hann getur ekki afneitað henni.